Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hvað með fordæmi Breta?

Hvað með að setja frekar reglur um innihaldslýsingu á vörum?  Fyrirtæki geta troðið transfitum undir sama hatt og fitur almennt.  Í Bretlandi þarf að aðgreina þessa transfitur frá öðrum fitum, auk þess sem litir gefa til kynna með einföldum hætti hvort magn transfitu í vöru sé óæskilega hátt (rautt), í meðallagi (gult) eða lítið eða ekkert (grænt).  Einföld leið fyrir neytendur að velja og hafna.  Þetta myndu þrýsta á fyrirtæki til þess að fara aðrar leiðir og losa sig við transfitu eða minnka magn hennar í matvælum (ef neytendur almennt vilja losna við hana).  Þetta ásamt auglýsingum í fjölmiðlum (frá Lýðheilsustöð til dæmis) um transfitur ætti að vera nóg til að gefa neytendum valdið.  (Það þarf líka kenna fólki að meðhöndla matvæli rétt og elda hann þannig að sem minnst af transfitum verði til, það gleymist stundum).

Almennt eru svona bönn einfaldlega ekki sniðug, fræðsla og greiður aðgangur að upplýsingum er oftast betri leið.

 

A pinch too much - The Economist


mbl.is Vilja norrænt bann við transfitusýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vita menn?

Philip Tetlock nokkur gerði rannsókn á því hversu sannspáir sérfræðingar eru.  Hann komst að því að þeir eru oftast ekki mjög góðir í því að spá fyrir um framtíðina, í rauninni væri betra að treysta á peningakast.  Hann skrifaði bók sem heitir Expert Political Judgment.

[...] þrátt fyrir fortakslaus sönnunargögn sérfræðinga geta þeir ekki spáð betur fyrir en sjimpasar eða framreikninga-algarím, við getum samt búist við því að allt gangi sinn vanagang: gáfnaljósin munu áfram tilkynna okkur, í sjónvarpi og blöðum, hvað muni gerast ef við fylgjum ekki fyrirmælum þeirra.  Við -- neytendur yfirlýsinga frá sérfræðingum --erum þrælar sérfræðinganna af sömu ástæðu og forfeður okkar hlýddu fyrirmælum galdramanna og véfrétta: óviðráðanleg trú okkar á viðráðanlegan heim og lélegur skilningur á líkindum. Okkur skortir vilja og skynsemi til þess að hafna þeim töframeðölum sem eru í boði. Hver vil trúa því, þegar við veltum fyrir okkur mikilvægum spurningum, að útkoma peningakasts sé jafn gagnleg og álit sérfræðings?

Líkindi ganga almennt gegn því sem við köllum almenn skynsemiMonty Hall þverstæðan er gott dæmi um þetta.  Sannleikurinn er sá að heilinn í okkur er einfaldlega ekki mjög góður í því að sjá fyrir framtíðina (hann dugði kannski á steinöld, en er ekki mjög gagnlegur í dag).

Ástæðan fyrir því að hvorki Geir né annar stjórnmálamaður eða fyrirtækjastjórnandi sá þetta fyrir var einfaldlega vegna þess að þeir eru engu betri en aðrir apar, í raun eru þeir verri því þeir halda að bindi um hálsin gerir þá vitrari.


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband